Árs- og sjálfbærniskýrsla 2021
Árið 2021 var gott ár í starfsemi Brúar lífeyrissjóðs þrátt fyrir ýmsa erfiðleika af völdum kórónuveirufaraldursins. Sjóðurinn lagði áherslu á að vernda heilsu starfsfólks og þrátt fyrir varfærni var sjóðfélögum tryggð örugg þjónusta allt árið.
Ávarp stjórnarformanns
Liðið starfsár reyndist vera árangursríkt og hagsælt fyrir Brú lífeyrissjóð en ekki síður viðburðaríkt.
Stefnum á sjálfbærni
Brú lífeyrissjóður vill hafa jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið með því að innleiða sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð í allri starfsemi sinni. Það tekur ekki síst til fjárfestinga sjóðsins en þar teljum við að mestu áhrifin og tækifærin liggja.
Afkoma ársins
Afkoma sjóðsins var góð, rekstrarkostnaður reyndist undir áætlun og árangur í fjárfestingum sá allra besti frá árinu 2003.
Ársreikningur
Stjórn Brúar samþykkti ársreikning sjóðsins fyrir árið 2021 á stjórnarfundi þann 29. apríl 2022.