Forsíða
2.1 Sjálfbær lífeyrissjóður

Stefn­um á sjálf­bærni

Í átt að sjálf­bærni

Það er sjálfsögð krafa í samtímanum að leggja sitt af mörkum til að stuðla að sjálfbærni og vernd umhverfisins. Sjóðurinn hefur unnið að því að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar með markvissum aðgerðum og ábyrgri nýtingu auðlinda.

Sjóðurinn leggur áherslu á að veita faglega og góða þjónustu sem við viljum tryggja að sé aðgengileg og í takt við þarfir og vilja sjóðfélaga.

Í ár birtir Brú lífeyrissjóður í fyrsta sinn sjálfbærniskýrslu og sjálfbærniuppgjör samhliða ársskýrslu. Við erum stolt af áfanganum því markmið sjóðsins er að vera hvetjandi afl til árangurs í sjálfbærum rekstri. Sjálfbærniskýrslan er unnin samkvæmt UFS-viðmiðum Nasdaq sem leiðbeina við mat á stöðu umhverfis- og félagslegra þátta hjá sjóðnum auk gæða stjórnarhátta. Við gerð skýrslunnar var einnig tekið mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sjóðurinn hefur ákveðið að styðja sérstaklega við tvö þeirra.

Í ár birtir Brú lífeyrissjóður í fyrsta sinn sjálfbærniskýrslu og sjálfbærniuppgjör samhliða ársskýrslu

Hvernig get­um við haft áhrif?

Markmiðasetning sjóðsins er í stöðugri þróun í átt að sjálfbærni og unnið er að gerð sjálfbærnistefnu sem gefin verður út á árinu 2022. Sjálfbærnimarkmið sjóðsins felast í að fjárfesta með ábyrgum hætti, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, eflast í að innleiða ferla um sjálfbærni og huga að heilsu og vellíðan starfsfólks. Í þessari vegferð er mikilvægt að mæla árangur af sjálfbærnistefnu sjóðsins og miðla upplýsingum með ábyrgum og gagnsæjum hætti.

Hér fyrir neðan má sjá helstu markmið okkar og aðgerðir til að ná árangri í sjálfbærni. Sjálfbærnimarkmiðin í töflunni eru flokkuð eftir tengingu við stefnur og reglur sjóðsins, og með tilvísun í heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og UFS-þætti. Hafin er vinna með sjálfbærniráðgjöfum til að styðja sjóðinn enn frekar í uppbyggingu þekkingar á sjálfbærni og innleiðingu hennar í starfseminni allri.