Tryggingafræðileg staða
Athugun á tryggingafræðilegri stöðu hefur þann tilgang að meta eignir sjóðsins á móti þeim skuldbindingum sem felast í áunnum réttindum og framtíðarréttindum sjóðfélaga til lífeyris.
Í tryggingafræðilegri úttekt er metið hvort jafnvægi sé milli heildareigna og heildarskuldbindinga lífeyrissjóðsins. Þannig er annars vegar lagt mat á hreina eign sjóðsins til greiðslu lífeyris ásamt reiknuðu núvirði framtíðariðgjalda virkra sjóðfélaga og hins vegar núvirði væntanlegs lífeyris vegna þegar greiddra iðgjalda. Ef mismunur, á þannig reiknuðum heildareignum og heildarskuldbindingum, er meiri en 10% er hlutaðeigandi sjóði skylt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum sjóðsins. Sama gildir ef munur hefur haldist meiri en 5% samfellt í fimm ár.
Miðað er við að ávöxtun eigna sjóðsins verði árlega 3,5% umfram hækkun vísitölu neysluverðs.
Við tryggingafræðilega úttekt er miðað við að ávöxtun eigna sjóðsins verði árlega 3,5% umfram hækkun vísitölu neysluverðs
Tryggingafræðileg staða
Tryggingafræðileg staða A og V deildar versnar frá fyrra ári en forsendur matsins eru mikið breyttar frá útreikningum síðasta árs. Ef reiknað er eftir sömu forsendum og á síðasta ári er veruleg bæting í mati frá fyrra ári sem rekja má til góðrar ávöxtunar á árinu 2021.
Áfallin lífeyrisskuldbinding
Áfallin lífeyrisskuldbinding sýnir réttindi sem núverandi sjóðfélagar og lífeyrisþegar hafa áunnið sér.
Eldri forsendur 2021 | 2021 | 2020 | 2019 | 2018 | 2017 | |
---|---|---|---|---|---|---|
Ellilífeyrir | 185.053 | 201.168 | 161.485 | 140.531 | 125.772 | 107.981 |
Örorkulífeyrir | 19.014 | 20.400 | 15.734 | 13.193 | 11.274 | 9.622 |
Makalífeyrir | 5.500 | 4.671 | 4.843 | 4.222 | 4.052 | 3.690 |
Barnalífeyrir | 549 | 549 | 454 | 356 | 282 | 285 |
Núvirði framtíðarrekstrarkostnaðar* | 3.119 | 3.149 | 2.641 | |||
Áfallin skuldbinding samtals | 213.235 | 229.937 | 185.156 | 158.302 | 141.380 | 121.578 |
Breytingar á forsendum
Á árinu voru gerðar breytingar á forsendum reiknigrunnsins um lífslíkur. Nú eru lífslíkur reiknaðar út frá spám sem byggja á að meðalævi landsmanna haldi áfram að lengjast í stað þess að reikna lífslíkur út frá reynslu í fortíðinni. Því er gert ráð fyrir lengri lífslíkum sem eykur skuldbindingar lífeyrissjóða þar sem þeir greiða ellilífeyri til æviloka.
Hrein eign umfram heildarskuldbindingar | Hlutfall | |
---|---|---|
2021 | -39.800 | -8,0% |
2021 m.v eldri forsendur | 6.637 | 1,5% |
2020 | -15.468 | -3,8% |
Áhrif á áfallna stöðu
Skuldbindingar vegna þeirra iðgjalda sem greidd hafa verið til sjóðsins vegna iðgjaldatímabila fram til loka árs 2021 kallast áfallnar skuldbindingar. Vegna breytinga á forsendum reiknigrunns um lífslíkur hækkuðu þessar skuldbindingar um 8,7% í A deild, 11,2% í V deild og 5,3% í B deild.