Iðgjöld
Iðgjöld veita réttindi til eftirlauna og áfallatrygginga.
Iðgjöld eru greidd til A og V deildar sjóðsins af heildarlaunum en eru almennt greidd af dagvinnulaunum í B deild. Réttindi sjóðfélaga í B deild eru tryggð með bakábyrgð launagreiðanda.
Iðgjald í A deild er 15,5% af heildarlaunum þar sem hlutur launþega er 4,0% og mótframlag launagreiðanda er 11,5%.
Iðgjald í V deild er 12,0-15,5% af heildarlaunum þar sem hlutur launþega er 4,0% og mótframlag launagreiðanda er annað hvort 11,5% eða 8,0%.
Iðgjald í B deild er 12,0% af dagvinnulaunum og eftir atvikum af vaktaálagi og orlofs- og persónuuppbót. Ekki er greitt iðgjald af yfirvinnu. Hlutur launþega er 4,0% og mótframlag launagreiðanda er 8,0%.
Við breytingu á A deild árið 2017 var innheimt framlag í lífeyrisaukasjóð frá launagreiðendum en honum er ætlað að standa undir jafnri ávinnslu réttinda hjá sjóðfélögum.
Lagabreytingar höfðu áhrif á A deild á árinu 2017
Iðgjaldagreiðslur
Hátt aukaframlag í A deild 2017 er vegna framlags launagreiðenda í lífeyrisaukasjóð og aukaframlag í B deild er tilkomið vegna bakábyrgðar sveitarfélaga.
Iðgjaldagreiðslur
Fjöldi virkra sjóðfélaga
Virkum sjóðfélögum sem greiða iðgjöld í A og V deild fjölgar á milli ára en þeim fækkar í B deild því hún er lokuð nýjum sjóðfélögum.
Meðalaldur
Meðalaldur virkra sjóðfélaga eftir deildum á árinu 2021.
Launagreiðendur
V deild er öllum opin og hefur því fleiri launagreiðendur en hinar deildirnar.
Launagreiðendur
| Launagreiðendur | 2021 | Hlutfall | |
|---|---|---|---|
| 1 | Reykjavíkurborg | 6.073 | 33,2% |
| 2 | Kópavogsbær | 1.506 | 8,2% |
| 3 | Hafnarfjarðarkaupstaður | 1.063 | 5,8% |
| 4 | Akureyrarbær | 792 | 4,3% |
| 5 | Garðabær | 616 | 3,4% |
| 6 | Reykjanesbær | 565 | 3,1% |
| 7 | Mosfellsbær | 494 | 2,7% |
| 8 | Sveitarfélagið Árborg | 460 | 2,5% |
| 9 | Strætó bs. | 306 | 1,7% |
| 10 | Slökkvilið höfuðborgarsvæðis bs | 265 | 1,4% |
| Aðrir | 6.156 | 33,6% | |
| Samtals | 18.296 |