Forsíða
3.8 Stærðir sjóðsins

Verð­bréf

Við ákvörðun um samsetningu eigna er litið til núverandi ávöxtunar og stefnu eignaflokka, væntanlegrar útgáfu og skráningar sem og annarra þátta sem talið er að kunni að hafa áhrif á fjárfestingarumhverfi og möguleika sjóðsins til ávöxtunar á komandi ári.

Eignum A og V deilda sjóðsins er stýrt eins og um eina deild væri að ræða og hafa þær sameiginlega fjárfestingarstefnu og eignastýringu. B deild hefur eitt eignasafn með eigin fjárfestingarstefnu en haldið er utan um hvert réttindasafn deildarinnar fyrir sig.

Fjárfestingarstefna deildanna er samþykkt af stjórn sjóðsins fyrir hvert ár.

Ávöxtun Brúar fyrir árið 2021 var sú önnur besta frá stofnun sjóðsins

Raunávöxt­un

fimm ára með­al­tal

Langtímaávöxtun sjóðsins er góð og hefur fimm ára meðaltal hreinnar raunávöxtunar aldrei verið hærra.

Fjár­fest­ing­ar­eign­ir

eft­ir gjald­miðl­um

Vægi eigna í erlendri mynt sem hlutfall af heildareignum sjóðsins eykst jafnt og þétt hjá sjóðnum.

Fjár­fest­ing­ar­eign­ir

eft­ir eigna­flokk­um

Vægi skráðra eignarhluta í félögum og sjóðum hefur aukist en samhliða hefur dregið úr skráðum skuldabréfum.

20212020201920182017
Skráðir eignarhlutir í félögum og sjóðum40,9%30,7%23,2%18,3%22,6%
Óskráðir eignarhlutir í félögum og sjóðum6,9%6,8%7,2%6,7%8,0%
Skráð skuldabréf39,1%46,5%53,2%57,9%57,1%
Óskráð skuldabréf13,1%15,3%14,8%13,7%11,4%
Bundnar bankainnstæður0,0%0,7%1,7%3,4%0,9%
Samtals100%100%100%100%100%

Eign­ar­hlut­ir

fjár­hæð­ir í m.kr.

Eignarhlutir í félögum og sjóðum er skipt eftir skráðri og óskráðri hlutabréfaeign og eftir mismunandi tegundum sjóða.
Eignir í hlutabréfasjóðum og skráðum hlutabréfum hafa aukist í samræmi við stefnu sjóðsins.

Eign­ar­hlut­ir

eft­ir inn­lend­um og er­lend­um eign­um árið 2021

Á undanförnum árum hafa fjárfestingar í erlendum eignum aukist hjá sjóðnum og eru nú orðnar meira en helmingur af eignarhlutum í félögum og sjóðum.

Skulda­bréf

færð á gang­virði árið 2021

Skuldabréf lánastofnana hafa hlutfallslega aukist í safni sjóðsins undanfarin ár.

Skulda­bréf

færð á kaup­kröfu árið 2021

Eftirspurn eftir lífeyrissjóðslánum hefur farið vaxandi hjá Brú sem skýrir aukningu veðskuldabréfa í eignasafninu.

Verð­bréfa­við­skipti

fjöldi eft­ir deild­um

Fjöldi verðbréfaviðskipta á við bæði kaup og sölu verðbréfa.